Fimmtudaginn 12.október kl 10:00 verður lager og sýnishornasala hjá íslensku hönnunarfyrirtækjunum iglo+indi, Hring eftir Hring og Hlín Reykdal.
Lager og sýnishornasalan fer fram á skrifstofu iglo+indi í Auðbrekku 10 í Kópavogi.
Í boði verður vandaður barnafatnaður, fallegir skartgripir, aukahlutir, skór og fleira frá iglo+indi, Hring eftir Hring, Hlín Reykdal og aðrar vörur frá völdum vörumerkjum.
Frábært útvarl af fallegum vörum og einstökum sýnishornum sem hafa ekki áður farið í sölu.
Við hjá Fagurkerum ætlum sko að skella okkur á þessa flottu lagersölu og hvetjum ykkur til að koma líka og gera frábær kaup á fallegum og vönduðum vörum.
Fagurkerasnappið verður á lagersölunni á morgun : Fagurkerar