Hér kemur uppskrift af ótrúlega hressandi og frískum morgunshake sem kemur manni í rétta gírinn fyrir daginn. Þessi hentar vel þeim sem eru að reyna að vera á lágkolvetna matarræði eins og ég og Sæþór erum að gera. Ég byrjaði að prófa mig áfram með kaffi shake eftir að ég sá uppskrift af slíkum drykk í bókinni Lágkolvetna lífstíllinn – LKL2 eftir Gunnar Má Sigfússon en í þeirri bók eru alveg ótrúlega margar frábærar uppskriftir og ég nota þessa bók mjög mikið. Shake-inn er með kaffi, súkkulaðipróteini, kókosmjólk og skyri og það tekur sko engan tíma að henda í hann.
Ég ég elska allt með kaffibragði eins og ís, krem, shake, kökur og slíkt
Uppskrift (fyrir 1)
- 1 espresso kaffibolli
- 120ml kókosmjólk
- 0,5-1 mtsk hreint skyr
- 1 scoop lágkolvetna súkkulaðiprótein
- 7-8 klakar
Öllu skellt í blender og hrært þar til vel blandað saman og orðið þykkt og djúsí
Drekkið strax meðan drykkurinn er enn vel kaldur
Endilega kíkið á mig á snapchat ef þið viljið sjá fleiri LKL uppskriftir : hronnbjarna