Mig hefur lengi langað að skrifa færslu um Libero Touch bleiurnar sem ég hef notað fyrir mína skvísu síðan hún fæddist. Þannig að þegar Nathan og Olsen höfðu samband við mig og buðu mér að koma í samstarf með sér var ég ekki lengi að segja já.
Þessar bleiur eru alveg yndislega mjúkar og góðar og ég er ekkert smá glöð að vinkona mín benti mér á þær áður en dóttir mín fæddist.
Libero Touch bleiurnar eru framleiddar af fyrirtæki sem heitir SCA sem er sænskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1929 og leggur mjög mikla áherslu á skógrækt og umhverfismál og hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum á því sviði.
Bleiurnar eru svansmerktar en svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eru strangar kröfur sem vörur þurfa að uppfylla til að mega vera svansmerktar og eru þær vörur betri bæði fyrir umhverfið og heilsuna.
Libero touch bleiurnar voru í 2 ár í þróun hjá fyrirtækinu og eru að þeirra sögn stærsta bylting í bleiuþróun síðustu 20 ár. Mörg hundruð börn og foreldrar tóku þátt í þróun og prófunum á bleiunum í samvinnu við sérfræðinga. Það sem þessar bleiur hafa fram yfir aðrar bleiur á markaðnum eru mikil gæði, mýkt og snið sem ekki hefur sést á markaðnum áður.
Bleiurnar eru úr nýlega þróuðu gríðarlega mjúku og teygjanlegu efni sem gerir það að verkum að bleiurnar leggjast betur að líkamanum og aðlagast honum. Þær veita betri hreyfigetu um mjaðmir, mitti og fótleggi og eru með tvöfaldri lekavörn í kringum læri sem kemur í veg fyrir leka og heldur barninu þurru og ánægðu. Kjarninn í bleiunum er úr gríðarlega rakadrægu efni sem getur haldið allt að 60faldri þyngd sinni.
Auglýsingastofan Publicis í London bjó til auglýsingaherferð fyrir bleiurnar sem er alveg ótrúlega skemmtileg og ég mæli með því að þið kíkið á hana.
Það sem mér finnst best við þessar bleiur er hvað manni líður vel að nota þær og hvað þær eru mjúkar og fallegar og alveg lausar við það að vera eins og þær séu úr plasti sem mér finnst oft vera með aðrar tegundir af bleium. Þær leka alveg örsjaldan og þá er það yfirleitt bara merki um að nú þurfi að skipta upp í næstu stærð fyrir ofan en við erum að nota stærð 3 núna.
Stuttu eftir að dóttir mín fæddist urðum við uppiskroppa með Libero Touch bleiur og vansvefta nýbakaði pabbinn var sendur í búðarferð að kaupa meira. Eitthvað skolaðist þetta til hvað hann ætti að kaupa í búðinni og hann kom heim með venjulegar bleiur frá öðru merki. Eftir að vera orðin vön Libero Touch fannst mér hefðbundnar bleiur alveg ómögulega, alltof harðar og plastkenndar og passa illa á litla engilinn minn og voru þær bara notaðar þennan eina dag og svo skipti ég strax til baka í mínar góðu og ég henti restinni af pakkanum. Gat bara ekki hugsað mér að nota þessar hörðu óspennandi bleiur á litla yndismjúka bossann hennar.
Libero Touch koma í 6 stærðum svo þær duga frá því að barnið er 2kg og uppí heil 20kg svo það þarf ekkert að skipta um tegund þegar barnið stækkar. Bleiurnar fást í öllu verslunum Hagkaupa og einnig í Fjarðarkaupum.
Ég mæli alveg 150% með þessum bleium fyrir alla foreldra og sérstaklega þá sem eru með glæný kríli af því að manni finnst þau svo mjúk og brothætt svona fyrst og þá er yndislegt að geta notað svona dúnmjúkar og góðar bleiur á mjúkan lítinn bossa.