Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Smáréttir – uppskriftir

$
0
0

Ég elska að halda veislur og finnst ótrúlega gaman að velja mat til að bjóða uppá í veislunni. Ég vel yfirleitt að vera með marga smárétti frekar en mikið af einhverjum einum rétti og finnst það bæði þægilegra fyrir stóran hóp og eins finnst mér skemmtilegra að elda það og bera fram. 

Þegar Sæþór varð þrítugur héldum við 100manna veislu í sal og þar sá ég um allar veitingarnar og er það stærsti hópur sem ég hef eldað fyrir. Fyrir stuttu vorum við svo einnig með 60 manna skírnarveislu þar sem ég sá um veitingarnar. 

IMG_3696

Ég ælta hér fyrir neðan að gefa ykkur uppskriftir af nokkrum smáréttum sem ég nota mikið í veislur. Uppskriftirnar eru allar annaðhvort frá mér sjálfri eða fjölskyldumeðlimum. 

pjimage-5

 

Tortillavefjubitar – 40 bitar

  • 1 pakki skinka
  • 1 lítill púrrulaukur
  • 1 rauð paprika
  • 400g rjómaostur
  • 1 pakki tortillakökur, 8 stk
  • 40stk skrautpinnar (ekki nauðsynlegt)

Byrjið á því að skera skinku, papriku og púrrulauk í litla bita og setjið í hrærivél ásamt rjómaosti og  blandið vel saman. Næst skiptið þið blöndunni jafnt ofaná tortillakökurnar og dreifið úr henni á kökurnar. Rúllið kökunum upp og skerið endana af. Skerið rúlluna í 5 bita. Stingið skrautpinna í og raðið á bakka. Hægt að gera daginn áður en borið fram. Geymist í ísskáp með plastfilmu yfir. 

Screen Shot 2017-06-19 at 22.55.33

Brauðtertuteningar – 24 bitar

  • 4 sneiðar af brauðtertubrauði (risa samlokubrauð, er frosið í búðinni)
  • 1 dós rautt pestó
  • lambhaga salat
  • 12 beikonsneiðar steiktar
  • 1 bréf af hunangsskinku
  • 8-10 stórar ostsneiðar
  • 1/2 krukka Hellmans majónes
  • 1 box beikonsmurostur
  • 24 skrautpinnar

Byrjið á því að setja brauðsneiðarnar í 180° heitan ofn í nokkrar mínútur. 

Sneið 1 – Pestó smurt ofan á brauðsneið nr 1 og kál sett yfir það. 

Sneið 2 – Majónes smurt undir brauðsneið og hún lögð ofaná brauðsneið 1, pestó smurt ofaná brauðsneið, ostsneiðar og hungansskinka sett ofaná það og loks kál efst

Sneið 3 – Beikonsmurosti smurt undir brauðsneið og hún lögð ofaná brauðsneið 2, majónes smurt ofaná brauðsneið og beikonsneiðum raðað þar ofaná ásamt ostsneiðum

Sneið 4 – Beikonsmurosti smurt undir brauðsneið og hún lög ofaná brauðsneið 3, ólífuolíu drissað yfir brauðsneiðina og pizzakryddi stráð yfir

Þá er brauðinu þrýst vel niður og eitthvað þungt lagt ofaná það i smá tíma til að pressa það alveg niður. Loks eru skorpurnar skornar af allan hringinn og brauðið skorið í 24 teninga, 3×8 og skrautpinna stungið í hvern tening. Hægt að gera daginn áður en borið fram. Geymt í ísskáp með plastfilmu yfir. 

IMG_4650

Asískar kjötbollur – ca 60 bollur

  • 60 litlar kjötbollur (til frosnar í stórum pokum í Stórkaup)
  • 2 dl hoisin sósa
  • 3 hvítlauksrif
  • 1,5 mtsk soya sósa
  • 1,5 tsk sesam olía
  • vorlaukur skorin smátt
  • sesamfræ

Eldið kjötbollur samkvæmt upplýsingum á pakkningu. Blandið saman hoisin sósu, hvítlauksrifjum, soya sósu og sesam olíu og hellið yfir bollurnar þegar þær koma úr ofninum. Stráið vorlauk og sesamfræjum yfir. Mér finnst svo mjög smart að kaupa litla gaffla og stinga í hverja bollu en það er auðvitað algjör óþarfi og alveg hægt að nota bara tannstöngla eða skrautpinna. 

Screen Shot 2017-06-19 at 22.53.51

Bruschetta með pestó, pepperoni, brie, rucolla og furuhnetum – 50 snittur

  • 50 sneiðar snittubrauð
  • 1 krukka rautt pestó
  • 50 sneiðar pepperoni
  • 2 Brie ostar
  • rucolla 1/4 poki
  • ristaðar furuhnetur 

Raðið snittubrauðsneiðum á ofngrind og drissið ólífuolíu og hvítlaukssalti yfir. Bakið við 180°í 5 mín. Smyrjið hverja sneið vel með pestó og setjið eina pepperonisneið á hverja brauðsneið. Setjið smá rucolla yfir pepperoni og þunna sneið af Brie osti þar yfir. Stráið loks nokkrum ristuðum furuhnetum yfir hverja brauðsneið. Verður að útbúa samdægurs. 

 

Bruschetta með andabringu, aioli, káli, rauðlauk og rifsberjageli – 50 snittur

  • 50 sneiðar snittubrauð
  • 2 andabringur
  • 1 krukka aioli
  • lambhagasalat
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í mjög þunnar sneiðar
  • rifsberjagel

Hér þarf að byrja á því að elda andabringuna. Setjið vel af salti og pipar á andabringuna og steikið báðar hliðar á pönnu á háum hita í 2-3 mín. Hafið bringuna lengur á fituhliðinni. Setjið bringurnar í eldfast mót og stingið kjöthitamæli í bringuna þar sem hún er þykkust. Eldið í 180° heitum ofni uppí 62°og takið út. Kælið og skerið í þunnar sneiðar. 

Raðið snittubrauðsneiðum á ofngrind og drissið ólífuolíu og hvítlaukssalti yfir. Bakið við 180°í 5 mín. Smyrjið hverja sneið vel með aioli og leggið eina sneið af andabringu þar yfir. Setjið ofaná það smá lambhagasalat og svo hálfa teskeið af rifsberjageli og endið á að strá smá af þunnt skornum rauðlauk yfir. Verður að útbúa samdægurs. 

 

Bruschetta með kastalaosti, karmelliseruðum valhnetum og perusneiðum – 50 snittur

  • 50 sneiðar snittubrauð
  • 2 Kastali ostar
  • 100g valhnetur
  • hlynsýróp
  • pera

Raðið snittubrauðsneiðum á ofngrind og drissið ólífuolíu og hvítlaukssalti yfir. Bakið við 180°í 5 mín. Kastali skorinn í sneiðar og 1 sneið sett á hverja brauðsneið. Valhnetur saxaðar og hitaðar á pönnu með vel af hlynsýrópi og smá stráð yfir hverja snittu ofaná ostsneiðina. Pera skorin í þunnar sneiðar og 1 sneið lögð yfir hnetublöndu á hverri brauðsneið. Verður að útbúa samdægurs. 

 

Bruschetta með parmaskinku, cantaloupe melónu, parmesan flögum og balsamic kremi – 50 snittur

  • 50 sneiðar snittubrauð
  • parmaskinka 25 sneiðar
  • cantaloupe melóna
  • parmesan flögur (fást t.d. í sælkeraborðinu í Hagkaup)
  • balsamic krem (þykkara en balsamic edik

Raðið snittubrauðsneiðum á ofngrind og drissið ólífuolíu og hvítlaukssalti yfir. Bakið við 180°í 5 mín. Skerið hverja parmaskinkusneið í tvennt þversum og rúllið hverjum bita smá upp svo hann passi á snittubrauðsneið. Skerið melónu í þunnar sneiðar sem passa ofaná parmaskinku. Leggið parmesan flögur yfir melónuna og drissið smá balsamik kremi yfir. 

 

Andabringusalat í litlum skálum (30 skálar)

  • 1 frönsk andabringa
  • kál
  • konfekt tómatar
  • rauðlaukur
  • döðlur
  • furuhnetur ristaðar
  • BÓ sósa frá Hamborgarafabrikkunni

Skerið kál smátt niður og andabringu í þunnar sneiðar og hverja sneið í 2 bita. Skerið konfekttómata og rauðlauk í litla bita. Ristið furuhnetur og klippið niður döðlur í lita bita. Raðið svo í litlar skálar – kál fyrst, svo kemur rauðlaukur, konfekttómatar, döðlur og furuhnetur og seinast nokkrir bitar af andabringu. Loks er sósunni sprautað fallega yfir allt og settur lítill plastgaffall í hverja skál. 

unnamed-39

 

Mini pavlovur (48stk)

  • 3 stórar eggjahvítur
  • 1 bolli sykur
  • 1,5 tsk borðedik
  • 1 tks vanilludropar
  • 1,5 mtsk kartöflumjöl

Setjið allt saman í hrærivélaskál og hrærið saman í 6-8 mínútur. Setjið í sprautupoka og sprautið á silikonmottu eða bökunarpappír litlar kökur. Bakið í 10mín í 120°heitum ofni, lækkið ofnið svo í 100°og bakið í 60 mínútur. Látið kólna í ofninum , helst yfir nótt. 

  • 500ml rjómi
  • 2mtsk flórsykur
  • jarðaber til skrauts

Þeytið rjómann nánast til fulls. Bætið flórsykri útí og klárið að þeyta rjómann. Setjið í sprautupoka og sprautið vel af rjóma á hverja köku. Skreytið með jarðaberjum.

 

Toblerone mús í litlum glösum (30 stk)

  • 300g toblerone
  • 50g 70% súkkulaði
  • 2 egg
  • 2 tsk flórsykur
  • 4dl rjómi

Bræðið allt súkkulaðið 

Þeytið saman egg og flórsykur

Þeytið rjómann

Blandið öllu saman

Setjið í sprautupoka og sprautið í einnota staupglös

Stráið smá söxuðu toblerone yfir og stingið lítilli plastskeið í (flottar silfraðar plastskeiðar til í Stórkaup)

unnamed-40

 

hronn


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93