Ég var með Eurovision partý um daginn fyrir vini mína en við í vinahópnum hittumst alltaf á Eurovision og höfum gaman saman. Við tökum þetta yfirleitt alla leið og erum með veðbanka, stigakeppni og sérstakan eurovision drykkjuleik svo það er nóg um að vera. Ég ákvað strax að vera með eitthvað þema þar sem ég er alveg sjúk í þemapartý og af því ég var komin í svo mikið sumarskap ákvað ég að vera með Hawaii Luau þema ! Það skemmir heldur ekki fyrir að þrjár úr vinahópnum eru nýlega búnar að vera á Hawaii.
Ég var nýbúin að vera í Partýbúðinni þannig að ég vissi að þau voru með alveg rosalega flott úrval af Hawaii skreytingum og dóti tengdu því þema svo þetta var alveg tilvalið. Ég skellti mér því aftur í Partýbúðina og plataði þau með mér í smá samstarf sem þau voru sko alveg til í. Ég fékk því að velja allskonar flott og sniðugt skraut hjá þeim og leið alveg eins og litlu barni í nammibúð.
Ég skreytti fyrir partýið á fimmtudeginum til að lenda ekki í tímaþröng og þetta var ekkert smá skemmtilegt en það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að skreyta !
Til að gera bakgrunninn bakvið borðið notaði ég einnota plastdúk sem ég límdi á vegginn. Ég gerði svo ramma utanum all saman með marglitum blöðrum og límdi TIKI BAR skiltið á vegginn.
Ég bjó svo til súlurnar á endanum á borðinum með 2 gjafapappírsrúllum límdum saman og svo vafði ég svona hawaii krönsum utanum rúllurnar og festi með límbandi. Þetta rammaði borðið inn mjög skemmtilega og ekkert smá einfalt að gera þetta. Ég setti svo einnota dúka á bæði matarborðið og drykkjarstöðina og utanum bæði borðin vafði ég svona hawaii lengju sem er eins og strápils en ég notaði einn pakka sem ég klippti niður á bæði borðin.

Svona var þetta kvöldið fyrir partíið – hér sjáið þið risa pálmatréið mitt vel en það var hengt í loftið !
Kransinn sem ég föndraði var ekkert smá einfaldur en ég notaði bara 4 pakka af svona skrautregnhlífum sem ég stakk í gamlan jólakrans
Ég var með nokkrar alveg magnaðar skreytingar eins og risastórt hangandi pálmatré sem var held ég 2,5 m á hæð. Eins var ég með uppblásið pálmatré sem var 1,8m á hæð og Sæþóri manninum mínum fannst ofsalega gaman að blása upp. Greyið hann fær oft að finna fyrir þvi þegar þemaæðið heltekur mig
Maturinn sem ég bauð uppá í veislunni varð að sjálfsögðu að vera í Hawaii stíl þannig að ég skellti mér á google vin minn til að leita mér að hugmyndum. Ég ákvað strax að vera með allskonar smárétti en ég er ótrúlega hrifin af smáréttum og finnst þeir alveg snilld þegar þú ert að bjóða í veislu.
Matseðillinn :
- mini borgarar með osti,beikoni, sósu og grænmeti
- mini borgarar með pulled pork, majónesi, káli og rauðlauk
- kjúklingaspjót bbq
- kjúklingaspjót kókos með mangósósu
- grillaðar risarækjur með sweet chili og hvítlauk á spjóti
- útskorinn anans með ídýfu í og snakk og grænmeti til hliðar
- “ostakúla” úr rjómaosti, púrrulauk, ananas, pekahnetum og papriku mótuð eins og ananas, skreytt með pekahnetum og ananas.
- ávaxtaspjót með anana, melónu, jarðaberjum og vínberjum
- cupcakes með grænu, bláu, gulu, bleiku og orange kremi og sólhlífum á sem skraut
Svona var Hawaii partíið mitt og ég er sko spennt að halda annað við fyrsta tækifæri. Ef þið eruð að spá í að halda Hawaii partý þá mæli ég með því að kíkja fyrst á netið og skoða allskonar Hawaii skreytingar til að fá skemmtilegar hugmyndir og skella ykkur svo í Partýbúðina.