Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Hindberjadraumur

$
0
0

Ég bakaði þessa köku fyrst fyrir brúðkaup hjá vinum mínum sumarið 2014 þar sem hún sló alveg í gegn. Þegar vinir mínir báðu mig um að baka fyrir þau brúðartertuna lagðist ég í svaka rannsóknarvinnu með það hvernig kakan ætti að vera. Ég skoðaði helling af uppskriftum á netinu og á endanum blandaði ég saman mörgum uppskriftum og hugmyndum frá mér sjálfri og úr því varð þessi girnilega kaka. Kakan er með ferskum hinberjum og hvítu súkkulaði sem gerir hana ótrúlega ferska en um leið djúsí. 

 

Ég ætla hér að gefa upp uppskrift sem passar fyrir köku sem er bökuð í formi sem er 25cm. 

Kakan sjálf:

  • 365g hveiti
  • 0,8 mtsk lyftiduft
  • 0,4 tsk salt
  • 140g smjör
  • 240g sykur
  • 1,4 bollar vatn
  • 2,5 eggjahvítur
  • 160g sykur
  • 0,6 bolli konsúm súkkulaðidropar nóa síríus

Hitið ofn í 175°

Hrærið saman í hrærivél smjöri og 240g sykur þar til það er orðið fluffy

Blandið saman í annarri skál hveiti, lyftidufti og salti og bætið útí smjörblönduna ásamt vatninu í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli.

Þeytið svo saman eggjahvítur og 160g sykur í a.m.k. 5 mínútur þar til stíft og glansandi. 

Hrærið svo varlega marengsblöndunni útí deigið

Setjið konsúm súkkulaðidropa í matvinnsluvél og mixið þar til súkkulaðið er komið í litla jafnstóra bita – ef þið eigið ekki matvinnsluvél er ekkert mál að saxa súkkulaðið bara með hníf. Hrærið loks súkkulaðibitunum út í deigið.

Setjið smjörpappír í botninn á 25cm formi, og smyrjið hliðarnar og smjörpappírinn. Hellið 1/3 af deiginu í formið og bakið í 20-30 mín eða þar til bakað í gegn. 

Bakið 3 botna og kælið. 

Kremið:

  • 500g hvítt súkkulaði
  • 775 g rjómaostur, philadelphia 
  • 380 g smjör
  • 2,5 tsk vanilludropar
  • 0,4 mtsk möndludropar

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið. Hrærið rjómaostinn vel í hrærivél og bætið smjörinu útí og hrærið vel. Hellið súkkulaðinu, vanillu- og möndludropunum útí og hrærið í 2-3 mínútur. 

Fyllingin:

  • 400g hindberjasulta
  • 3 bollar ferk hindber

 

Samsetning:

Setjið 1 botn á kökudisk og smyrjið með 8 mtsk hindberjasultu. Leggið þar ofaná 1 bolla fersk hindber klofin í tvennt og 1,5 bolla af kremi og dreifið yfir berin. 

Leggið næsta botn ofaná og endurtakið eins og með fyrsta botninn. 

Leggið loks efsta botninn ofaná og notið restina af kreminu til að smyrja kökuna ofaná og á hliðunum. 

Kökuna þarf að geyma í kæli helst yfir nótt áður en hún er borðuð. 

Ég skreyti þessa köku venjulega með sykurmassa og það er þá gert eftir að hún hefur verið kæld vel niður. 

Kakan geymist vel í kæli í nokkra daga og einnig er ekkert mál að frysta hana þegar hún er tilbúin. 

Það er ekkert mál að stækka þessa uppskrift ef þið viljið gera köku á nokkrum hæðum en þá mæli ég með því að notast við síðu sem reiknar út fyrir ykkur hversu mikið þið þurfi að stækka/minnka uppskriftina eftir því í hvaða stærð formin ykkar eru – http://www.cakebaker.co.uk/baking-tin-size-conversion-calculator.html   – þá setjið þið inn stærðina á forminu miðað við uppskriftina núna og svo setjið þið inn fyrir neðan stærðina á nýja forminu, hvort sem það er stærra eða minna til að sjá hversu mikið í viðbót þið þurfið að gera. 

IMG_4267

 

 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93