Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Innlit í prinsessuherbergið

$
0
0

Jæja hér kemur fyrsta færslan mín og í henni ætla ég að bjóða ykkur að kíkja á herbergið hjá litlu prinsessunni minni en ég eignaðist litla dömu fyrir 6 vikum.

 

Við fluttum í haust inní sætt raðhús á Kársnesinu í Kópavogi og erum búin að vera að gera það upp. Við enduðum á barnaherberginu og rétt náðum að klára það áður en sú stutta ákvað að skella sér í heiminn mánuði of snemma.

 

Ég var mikið búin að skoða og pæla í barnaherberginu áður en við hófumst handa. Er með heila möppu í tölvunni með myndum og hugmyndum og erfiðast fannst mér að velja úr þær hugmyndir sem ég ákvað að nota – hefði eiginlega þurft að fá að innrétta svona 3-4 herbergi til að geta nýtt allar góðu hugmyndirnar sem ég var búin að safna að mér.

room2

Við ákváðum að hafa veggina ljósgráa til að tóna við parketið og á móti öllu bleika. Þetta er mjög hlýr og fallegur litur sem heitir Londongrár.

Eitt af því sem ég var alveg ákveðin að hafa í barnaherberginu var svona fataslá svo ég gæti hengt upp öll sætu bleiku dressin hennar. Þetta var mun einfaldara í framkvæmd en ég bjóst við. Þetta er hvít LACK hilla frá IKEA og undir hana er skrúfuð slá úr eldhúsdeildinni í IKEA. Hvítu herðatréin keypti ég svo á Aliexpress þar sem ég vildi hafa þau öll eins.

room1

Rúmið hennar var hitt stóra málið í herberginu en ég vildi hafa það mjög stílhreint en samt krúttlegt. Ég skoðaði allskonar himnasængur á netinu en ég vildi ekki hafa hana of massíva eða þykka. Ég endaði á því að kaupa þunna himnasæng í IKEA og hengja hvítar stjörnur í hana með girni og fannst það hafa tekist mjög vel.

 

room3

Ég keypti svo öll rúmfötin á rúmið í Pottery barn útí Ameríku en það er ein af mínum uppáhalds búðum og væri ég mikið til í að versla meira þar. Það er þvílíkt mikið úrval af rúmfötum fyrir rimlarúm og ég var í stökustu vandræðum að velja. Ég endaði á að velja hvítt með pífum og fékk mér hlífðarkant og pífulak ásamt laki og rúmfötum, allt í stíl. Rúmið sjálft er svo frá IKEA og heitir Hensvik

room4

 

Hægindastóllin er frá IKEA líka og heitir Jennylund og mæli ég algjörlega með honum. Mér finnst þetta fullkomin brjóstagjafastóll og ótrúlega þægilegt að sitja í honum þegar maður er að sinna litla krílinu þar sem hann veitir góðan stuðning við bak og hendur. Ég ákvað að velja mér hvítt áklæði og poppa hann upp með bleikum púðum í stíl við allt þetta bleika í herberginu.

Screen Shot 2017-02-25 at 22.16.25

 

Ég sá á pinterest þessa skemmtilegu hugmynd að “ramma” inn sætan kjól og skó svo ég ákvað að ramma inn kjól sem ég fékk gefins þegar ég fæddist sem mér finnst hrikalega krúttlegur og litla bleika skó.

room5

 

Við erum ofsalega ánægð með herbergið og finnst það rosalega krúttað. Vona að ykkur hafi fundist gaman að kíkja í pínu heimsókn.

room6

Screen Shot 2017-02-25 at 20.02.39


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93