Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Hrönn Bjarna – Kynning

$
0
0

Hæhæ kæru lesendur

Ég heiti Hrönn Bjarnadóttir og er nýr bloggari hér hjá Fagurkerum.

Ég er 31 árs og er uppalin á Seltjarnarnesi en flutti nýlega í raðhús í vesturbæ Kópavogs með manninum mínum honum Sæþóri sem við vorum að ljúka við að gera upp.

_E3A9912_BW_krissy

Við eigum saman eina litla 6 vikna prinsessu sem kom í heiminn 10.janúar á þessu ári og er algjör gullmoli. 

_E3A9943_krissy

Svo eigum við líka einn lítinn voffastrák sem heitir Gizmó og er 8 ára. Gizmó er chihuahua /papillion blanda og er hrikalega spenntur að vera orðinn stóri bróðir. 

gills

Ég er með BS gráðu í viðskiptafræði og MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Núna er ég svo í námi til löggildingar fasteignasala ásamt því að vera í fæðingarorlofi. Maðurinn minn hann Sæþór er lögmaður og vinnur á lögmannsstofu.

 

Áhugamálin mín eru veisluhöld, kökubakstur,skreytingar, hönnun og heimilið og að sjálfsögðu að eyða tíma með fjölskyldunni.

kökurmix

Ég er með síðu á facebook þar sem er hægt að skoða myndir af kökum sem ég hef verið að baka í gegnum tíðina. Hér er hægt að kíkja inná hana : www.facebook.com/sykurmassi

Ég mun skrifa um allskonar hér á síðunni og ætla að reyna að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt. Uppskriftir, bakstur, veisluhöld, þrif og heimilið, mömmublogg ásamt umfjöllun um vörur sem mér finnst snilld og nota mikið og margt fleira spennandi.

 

Ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman af að fylgjast með mér hér hjá Fagurkerum.

 Untitled

Screen Shot 2017-02-25 at 20.02.39

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93