Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Salat með parmaskinku og karmelliseruðum gullosti

$
0
0

Þetta salat er án gríns besta salat í heimi. Parmaskinkan og karmelliseraði gullosturinn passa ekkert smá vel saman og til að toppa þetta allt er hunangssinnepsósan himnesk. Mæli algjörlega með þessu salati ef þið viljið gera vel við ykkur. Þetta uppfyllir allar kröfurnar – er ótrúlega einfalt, fallegt og bragðgott.

Ég ber salatið fram þannig að ég raða því á disk fyrir hvern og einn og því gef ég uppskriftina upp fyrir einn. 

Uppskrift fyrir 1

  • kál
  • konfekt tómatar
  • grænt epli
  • rauðlaukur
  • 1 brauðsneið
  • 6 sneiðar parmaskinka
  • 1/3 gullostur
  • hlynsíróp
  • 6-8 pekahnetur 
  • BÓ hunangssinnepssósa frá Hamborgarafabrikkunni eftir smekk

 

Byrjið á því að kljúfa gullost í 3 þykkar sneiðar og setja hverja sneið á bökunarplötu með álpappír. Saxið pekahnetur og dreifið yfir ostsneiðina og sprautið vel af hlynsírópi yfir. Þetta fer inní ofn á 180° hita í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er næstum bráðinn og áður en hann fer að leka  – ca 5 mínútur. 

IMG_0487

Skerið niður kál, konfekttómata, grænt epli og rauðlauk og raðið fallega á disk. 

IMG_0489

Takið hverja sneið af parmaskinku og skerið í tvennt og vefjið hverjum bita í hreiður og dreifið þeim jafnt yfir salatið á disknum. 

IMG_0488

Sprautið sósu eftir smekk yfir allt salatið

Ristið brauðsneið og skerið skorpuna af henni. 

IMG_0490

Þegar osturinn er kominn út úr ofninum er sneiðin lögð ofan á brauðsneiðina, smá auka sírópi dreift yfir og brauðsneiðin lögð yfir salatið.

IMG_0491

Berið fram með auka sósu fyrir þá sem vilja 🙂 

 

Vona að ykkur líki vel !

Screen Shot 2017-02-25 at 20.02.39


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93