Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Walkers karamellukrans – skemmtilegt og bragðgott jólaföndur

$
0
0

Ég fékk það skemmtilega verkefni á dögunum í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson ehf. að útbúa karamellukrans úr Walkers karamellum. 

IMG_4012
  Ég man þegar ég var lítil þá gerði ein vinkona mömmu alltaf svona krans fyrir jólin og mig dreymdi um að gera svona krans. Loksins 25 árum seinna varð draumurinn að veruleika 😉 

Þetta verkefni var mun einfaldara en ég bjóst við og þegar maður er kominn í gírinn tekur þetta ekki meira en 30 mínútur. 

IMG_4022

Ég gerði tvo kransa út sitthvorri tegundinni af karamellum. Rauðar karamellur eru með dekkra súkkulaði og fjólubláar eru með rjómasúkkulaði. Karamellurnar koma í 1kg pokum og fást í Bónus. 

IMG_3999

Hringirnir sem ég notaði voru 17cm (rauðar karamellur) og 20cm (fjólubláar karamellur). Í minni kransinn notaði ég 1,3kg af karamellum og í þann stærri fór ég með næstum því 2kg. ÞEssir hringir fást í öllum föndurbúðum en þessir komu úr Föndru. 

Ég fékk hvíta snærið sem ég festi karamellurnar með í Hagkaup (heitir Westmark). 

IMG_4002

Hér er hægt að horfa á video af kransagerðinni fyrir þá sem vilja spreyta sig. 

Hér koma smá leiðbeiningar frá mér:

  • takið heila rúllu af westmark snæri og bindið endan á henni í kransinn með tvöföldum hnút (ekki klippa snærið í bita heldur hafið hara alla rúlluna hangandi á kransinu 
  • útbúið lykkju úr bandinu eins og sést í myndbandinu og festið annan endan á karamellunni í lykkjuna og herðið.
  • passið að þrýsta alltaf lykkjunni alveg upp að hinum karamellunum  áður en þið herðið svo kransinn verði þéttur og flottur
  • halide áfram þar til þið eruð komin allan hringinn og passið að þjappa vel á milli

Þetta jólaföndur er alveg tilvalið að gera með krökkum þar sem þetta er mjög einfalt, tekur stuttan tíma og þessu fylgir ekkert subb og vesen. 

IMG_4009

Kransinn er bæði hægt að hengja uppá vegg eða nota sem borðskreytingu og setja þá kerti í miðjuna. Þegar karamellurnar eru borðaðar af kransinum er óþarfi að fjarlægja allt karamellubréfið heldur má bara vippa karamellunni úr bréfinu og loka svo aftur tóma bréfinu svo kransinn haldi lögun sinni. 

IMG_4007

Góða skemmtun 

Endilega kíkið á mig á snapchat : hronnbjarna – ég er alltaf að jólast eitthvað ! 

hronn

 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93