Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

SmartStore skipulagsbox í ísskápinn – algjör snilld !

$
0
0

Þeir sem fylgjast með mér á Snapchat vita að ég elska skipulag og allskonar box og græjur til að gera heimilisskipulagið auðveldara. 

Þegar ég rakst á auglýsingu með þessum frábæru SmartStore skipulagsboxum fyrir ísskápinn vissi ég að þetta yrði ég að prufa. Mig hefur lengi dreymt um að eiga svona fullkomlega skipulagðan ísskáp sem er alltaf hrikalega girnilegur og eins og í bíómynd en þar til nú hefur það verið vonlaust verkefni. 

IMG_3256

Ég er búin að leita nokkuð lengi að svona boxum en bara séð þau erlendis og þar sem þau eru ansi fyrirferðarmikil þá hef ég aldrei lagt í að burðast með þetta með mér á milli landa. Þið getið því ímyndað ykkur gleðina sem fyllti litla skipulagshjartað mitt þegar ég sá þessi box auglýst. 

IMG_3257

Boxin koma í 3 stærðum og það er einnig hægt að fá lok á allar stærðirnar. Boxin geta líka staflast öll ofaná hvort annað og eins er brún á lokunum svo hægt er að nýta þau sem geymslubakka líka, bæði ein og sér og eins þegar þau eru í notkun sem lok. Boxin eru einnig öll með handföngum sem auðveldar notkun þeirra. 

IMG_3259

Mér finnst snilld að geta bæði notað boxin og lokin sem ílát enda margt sem passar betur í grunnt box(lok) heldur en í djúpt box. 

IMG_3254

Það er margt sem þarf að hugsa útí þegar maður raðar í ísskápinn en flestallir ísskápar eru misheitir eftir staðsetningu. Hér er ágætis skýringarmynd sem sýnir hvar best er að geyma hvaða matvöru. 

ísskapur

Mikilvægt er að passa það að ekki sé of troðið í ísskápnum þar sem það þarf að geta leikið loft um öll matvælin. Eins er mjög algengt að matur “týnist” í ísskápnum ef hann er mjög troðinn og illa skipulagður. Þá koma skipulagsboxin sterk inn en með þeim skapast meira pláss í ísskápnum og þau koma í veg fyrir “týndan” mat í ísskápnum sem dregur verulega úr matarsóun. Að sjálfsögðu auðvelda skipulagsboxin líka þrif á ísskápnum en mikilvægt er að þrífa ísskápa reglulega enda er þetta það heimilistæki sem er notað hvað mest á hverju heimili. 

IMG_3260

Boxin fást í Fjarðarkaupum og í sérvöldum Bónus verslunum og eru á frábæru verði. Ég mæli endalaust mikið með því að þið fáið ykkur svona box og byrjið að skipuleggja ! 

Endilega kíkið á mig á snapchat : hronnbjarna

 

hronn


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93