Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Ungbarnamyndataka – dýrmætar minningar

$
0
0

Þegar Embla dóttir mín var 10 daga gömul fórum við með hana til ljósmyndara í ungbarnamyndatöku. Ég var búin að ákveða löngu áður en hún fæddist að ég ætlaði að fara í svona myndatöku og var mikið búin að pæla í því hvernig myndir ég vildi fá og hvaða ljósmyndara ég vildi fara til. Við fórum í myndatökuna okkar hjá Krissý ljósmyndastúdíó og ég sé sko alls ekki eftir því. Krissý var ekkert smá klár að vinna með litlu skvísuna og var með allskonar sniðug ráð og aðferðir við að ná flottum myndum. Embla var ekki alveg að vinna með okkur í myndatökunni, vildi ekki sofa og grét og það endaði á því að við þurftum að koma 3 sinnum til að klára að taka allar myndirnar. Mér fannst æðislegt að það væri í boði að koma bara aftur seinna þegar barninu liði betur í stað þess að vera að reyna að klára tökuna með pirrað  barn og stressaða nýbakaða mömmu. 

 

_E3A9943_krissy

 

Það er lang best að fara með börnin þegar þau eru bara nokkra daga gömul þar sem þau eru meðfærilegust þá og ljósmyndarinn okkar sagði að það væri rosalega gott að koma bara með þau sama dag og þau fara í 5 daga skoðunina. Þá eru allir komnir út úr húsi og fínt að slá 2 flugur í einu höggi fyrir þreytta foreldra. Við náðum því ekki alveg af því við mæðgur þurftum að vera svo lengi á spítalanum en við fórum þegar hún var 10 daga og það var sko í fínasta lagi.

 

_E3A9912_BW_krissy

 

Ég skoðaði alls konar myndir af nýfæddum krílum í myndatöku á netinu og fann hvað það var sem mig langaði mest í. Ég meira að segja pantaði mér allskonar “photoprops” á ebay og ali express til að nota í myndatökunni, eins og kórónur, blúndubuxur og jólahúfur. Embla reyndar fæddist svo 4 vikum fyrir tímann svo hluti af því sem ég pantaði náði ekki einu sinni að koma til landsins áður en við fórum í myndatökuna en það skipti engu máli af því ljósmyndarinn var með svo flott úrval af photoprops hjá sér sem við gátum notað. 

 

_E3A9947_krissy

 

Ég var reyndar svo líka með þá hugmynd í kollinum að taka Gizmó hundinn okkar með í myndatökuna og ná einhverjum krúttuðum myndum af þeim saman en Gizmó var svo hræddur við Emblu til að byrja með að við ákváðum að skilja hann eftir heima. Við erum svo að spá í að fara aftur í myndatöku með Emblu þegar hún er orðin aðeins eldri og taka þá Gizmó með :) 

 

_E3A0016_BW_krissy

 

Við völdum stærri pakkann hjá Krissý sem eru 12 myndir í fullri upplausn sem við fengum afhentar á USB lykli. Ég er mjög glöð að við ákváðum að taka stærri pakkann af því það var svo ótrúlega erfitt að velja úr í lokin að ég hefði aldrei getað valið bara 5 myndir og ég mæli algjörlega með því að borga aðeins meira og fá fleiri myndir.

 

_E3A0505_krissy

 

Að fara í svona myndatöku og fá svona fallegar myndir  er líka algjör snilld til að nota í jólagjafir. Þetta er tilvalið  fyrir langömmur, ömmur og frænkur, já og auðvitað afa líka, sem sjá ekki sólina fyrir litla gullmolanum og vantar hvort sem er ekki neitt.  Bæði er hægt að ramma inn stækkaðar myndir, búa til myndabækur, dagatöl og allskonar skemmtilegt og ég hlakka svo til að fara að græja fallegar gjafir handa öllum. 

 

_E3A0580_BW_krissy

 

_E3A0010_krissy

 

Ég er alveg ótrúlega glöð að hafa farið í þessa myndatöku og þessar myndir eru mér ekkert smá dýrmætar. Þau eru svo ótrúlega stutt svona pínu lítil og það er algjört æði að eiga svona fallegar myndir af henni á þessum tíma. Ég mæli sko alveg 150% með þessu fyrir alla. 

 

_E3A0594_BW_krissy

 

hronn

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93