Þetta rækjusalat er alveg ótrúlega ferskt og gott – og allt öðruvísi en þetta hefðbundna rækjusalat sem allir þekkja. Þessi uppskrift passar mjög vel inní lágkolvetna matarræðið sem ég er á og ég mæli alveg hiklaust með því að þið prófið, hvort sem þið eruð á lágkolvetna eða bara alls ekki. Myndirnar eru ekkert sértakar en ekki láta þær fæla ykkur frá þessu snilldarsalati !
LKL rækjusalat
- 500g rækjur frosnar
- 2 avocado
- 1/2 stór rauð paprika
- 1/2 agúrka
- 1/2 rauðlaukur
- 2 dl majónes (Hellmans er laaangbest) + dash af sriracha sósu útí
Rækjurnar eru þýddar og kreistur úr þeim allur safi. Þær eru svo steikar létt á pönnu með salti og pipar
Grænmetið er skorið niður í bita
Majónes og sriracha sósa blandað saman
Allt hrært saman
Mjög gott að borða þetta salat með ristuðu LKL brauði og salatblöðum
Verði ykkur að góðu
Fylgist með mér á Snapchat : hronnbjarna