Quantcast
Channel: Hrönn – Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 93

Franskar makkarónur

$
0
0

Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að baka eru franskar makkarónur. Það tók mig nokkuð langan tíma og ótalmargar tilraunir til að finna hina fullkomnu aðferð en það er ótrúlega margt sem skiptir máli þegar maður ætlar að gera fallegar makkarónur. Hitinn á ofninum, stillingin á ofninum, þykktin á deiginu, bökunartíminn og magnið af hráefnunum. 

Ég er loksin komin með alveg skothelda uppskrift og ef ég fer eftir henni alveg verða verða kökurnar yfirleitt mjög fallegar 🙂 Eftir að ég bakaði franskar makkarónur á Snapchat aðgangi Fagurkera hef ég fengið heilan helling af spurningum um kökurnar og uppskriftina og því ákvað ég að deila henni með ykkur hérna. 

Hér er uppskriftin :

Franskar makkarónur (u.þ.b 65 kökur)

Stilla ofn á blástur og 145°hita

230g flórsykur

115 g möndlur án hýðis

Möndlur eru muldar mjög fínt í kaffikvört og svo eru bæði flórsykur og möndlur sigtað í skál og blandað vel saman. Sett til hliðar.

IMG_4028IMG_4030

 

144g eggjahvítur (best að nota eggjahvítur í brúsa)

72 g sykur

0,5 tsk salt

Allt sett í hrærivélaskálina í einu og:

  • hrært á hraða 4 í 3mín
  • hrært á hraða 8 í 3 mín
  • hrært á hraða 10 í 3 mín

Ef bæta á lit útí er honum bætt útí núna og hrært í auka mínútu – ég nota alltaf gel matarliti því það þarf svo lítið af þeim til að liturinn verði bjartur og fallegur.

IMG_4033

 

Þá er möndlu og flórsykurblöndu hellt útí hrærivélaskálina og öllu blandað mjög varlega saman. Eftir það er notuð mjúk sleikja til að ýta blöndunni uppá hliðarnar á skálinni og ná öllu lofti út. Best að snúa skálinni í hringi meðan maður er að ýta blöndunni. Þá sést hvar lofbólurnar springa og deigið þynnist og sléttist smám saman.

 

IMG_4035IMG_4036

Áferðin á að vera þannig að þetta leki af sleifinni og samlagist restinni á ca 15 sekúndum – nokkuð þunnt

Þetta er svo sett í sprautupoka , helst með stút og sprautað á makkarónumottur og slegið í borðið 1 sinni, snúið um 90°og slegið 2 í viðbót. Þetta er gert til að losa um allt loft í kökunum og þegar þeim er slegið niður koma loftbólurnar uppá yfirborðið á kökunni. Ég keypti mínar makkarónumottur á Aliexpress á mjög lítinn pening og mæli algjörlega með þeim í makkarónubakstur. Með því að nota motturnar er auðveldara að fá allar kökurnar jafn stórar.

IMG_4038

 

Þetta er svo sett beint í ofninn í 18-22 mín, fer eftir magni litarefnis- bara 1 plata í einu í miðjan ofninn.

IMG_4040

 

Kökurnar eru tilbúnar þegar þær eru harðar að ofan þegar maður ýtir laust ofaná þær. Kökurnar eru teknar út úr ofninum og látnar kólna áður en þær eru teknar af makkarónumottunum. Það er mikilvægt að reyna ekki að taka þær of snemma af mottunni því þá getur botninn á skelinni orðið eftir. Þær mega bíða í sólarhring í opnu íláti áður en kremið er sett á þær og eins má frysta skeljarnar ófylltar. 

 

IMG_4045

Nauðsynlegt að setja kremið á a.m.k. sólarhring áður en þær eru borðaðar. Þá er kremið sett á, kökurnar settar í loftþétt ílát eða plastaðar vel og geymdar í ísskáp í sólarhring.  Franskar makkarónur geymast í viku í kæli eftir að kremið er komið á og í nokkra mánuði í frysti.  Það er hægt að gera óteljandi útfærslur af kremi en ég ætla að gefa ykkur uppskrift af sítrónu og hindberjakremi en ég nota þessi krem mjög mikið og þau passa afar vel með gulum og bleikum makkarónum. 

IMG_4048

 

Sítrónukrem (fyrir ca. 150 kökur)

  • 250g smjör
  • 420g flórsykur
  • 13 mtsk lemon curd

IMG_4049

 

Hindberjakrem (fyrir ca. 150 kökur)

  • 250g smjör
  • 420 g flórsykur
  • 13 mtsk hindberjasafi úr krömdum frosnum hindberjum

IMG_4051IMG_4052

 

Smjör hrært í hrærivél í eina mínútu og þá er flórsykri blandað varlega saman við. Loks er annað hvort lemon curd eða hindberjasafa blandað útí. Kremið er sett í sprautupoka með stút og sprautað á makkarónuskel og önnu skel lögð ofaná. 

IMG_4055

 

Kökurnar er auðvitað hægt að gera í öllum regnbogans litum en í þetta sinn gerði ég gular fyrir fermingu hjá vinafólki og bleikar fyrir skírnina hjá litlu snúllunni minni sem verður í apríl. 

IMG_4065

 

hronn


Viewing all articles
Browse latest Browse all 93