Eftir að ég eignaðist barn núna fyrir stuttu komst ég að því að margt að þvi sem ég hélt ég myndi nota mjög mikið var kannski næstum óþarfi og annað sem ég hafði ekki mikla trú á að myndi nýtast var í stöðugri notkun. Ég er svona frekar skipulögð týpa og var auðvitað búin að kaupa allt sem ég hélt að væri nauðsynlegt löngu áður en daman lét sjá sig. Ég skellti mér nefnilega til Boston í stelpuferð til að versla fyrir litla baby í september og ómæ hvað var verslað mikið – það voru allir með allavega 2 töskur í fanginu á leið útá flugvöll og skottið var sko pakkað !!!
En ég ákvað semsagt að gera smá færslu um þá 10 hluti sem mér fannst nauðsynlegt að eiga fyrstu vikurnar og hvað ég notaði mest. Ég vona að þessi listi geti nýst einhverjum verðandi eða nýbökuðum mæðrum og feðrum. Eins eru þetta sniðugar hugmyndir ef einhvern vantar fæðingargjöf fyrir lítið kríli. Ég læt fylgja með hvar er hægt að kaupa þessar vörur á Íslandi þó ég hafi reyndar keypt flest af mínu þegar ég fór til Boston.
1.Doomoo brjóstagjafapúðinn
Þessi púði er algjör snilld bæði fyrir og eftir að barnið kemur. Hann er algjör nauðsyn síðustu vikurnar á meðgöngunni þegar svefninn er farinn að vera meira vandamál og hjálpar mikið við hina ýmsu verki sem hrjá mann á þessum tíma. Eftir að barnið er komið er þessi púði auðvitað þarfaþing við brjóstagjöfina. Hann veitir góðan stuðning fyrir mömmuna og barnið og gerir brjóstagjöfina auðveldari. Mæli alveg 150% með þessum púða. Svo er líka hægt að nota hann sem stuðning við barnið þegar það er að læra að sitja sjálft. Doomoo Buddy er stærri týpan af brjóstagjafapúðum frá Doomoo og ég mæli klárlega með þessari stærð. Hann kemur í nokkrum mismunandi áklæðum en ég valdi mér hvítan og gráan með gráum doppum.
Þessi púði fæst í Fífunni – http://fifa.is/products/p/xkQix54MOCx/Buddy-Dots
2. Fisher price Cradle ‘n Swing róla
Þessi róla er algjört kraftaverkatæki. Hún rólar barninu bæði frá hægri til vinstri og einnig fram og aftur og er með allskonar hljóðum og óróa sem snýst í hringi. Þetta voru held ég ein bestu kaup sem ég hef gert. Dóttir mín getur sofið í þessu tímunum saman og róast alltaf um leið og hún fer í róluna sína.! Algjör nauðsyn fyrir þreytta foreldra og óvær börn en hreyfingarnar í rólunni hafa mjög góð áhrif á mallakútinn hjá litlu krílunum, eða gerði það allavega fyrir mína skottu.
Þessi róla fæst í Húsgagnaheimilinu – http://www.husgogn.is/index.php/is/
3.Difrax S pelinn
Ég leitaði lengi að hinum fullkomna pela og þessi stenst sko allar mínar kröfur. Ótrúlega þægilegur peli sem er með fullkominn stút. Hann er ekki of lítill og ekki of stór og því rennur mjólkin á góðum hraða ofan í barnið ásamt því að það þarf að hafa smá fyrir hlutunum og án þess að það sé mjólk að sullast útum allt. Hann virkar því vel bæði samhliða brjóstagjöf og einn og sér. Sérstaða pelans fram yfir aðra pela er hið einstaka “anti-colic” lok og S-lögun pelans. Þessir eiginleikar pelans tryggja stöðugt og jafnt flæði sem kemur í veg fyrir tómarúmssog hjá barninu úr pelanum, sem kemur í veg fyrir að barnið gleypi loft þegar það drekkur. Með þessu má draga úr líkunum á óþarfa magakrömpum og uppköstum af völdum umfram lofts sem oft er að hrjá litlu krílin fyrstu mánuðina. Mér fannst henni allavega ganga mun betur að drekka úr þessum pela án þess að það væri að hrökkva ofan í hana, sullast eða gubbast útúr henni eins og gerðist alltaf með aðra pela. Það skemmir svo ekki fyrir hvað þessir pelar koma í ótrúlega fallegum litum. Sölustaði er hægt að sjá á Facebook síðu Difrax Ísland –https://www.facebook.com/DifraxIsland/
4.Gentle giraffe
Gentle giraffe eða Goggi eins og hann heitir á mínu heimili er held ég besti vinur dóttur minnar. Þetta er gíraffi sem spilar 4 mismunandi hljóð en eitt af hljóðunum á að vera sama hljóð og litlu krílin heyrðu þegar þau voru inní maganum á mömmu sinni. Þetta hljóð er búið að vera nánast stöðugt í gangi hér á heimilinu síðan sú litla kom í heiminn. Það er tímastillir á gíraffanum svo að hann slekkur sjálfkrafa á sér annaðhvort eftir 23 mínútur eða 45 mínútur. Það sem virkar best hjá okkur er að skella henni í Fisher Price róluna og kveikja á Gogga og setja hann í róluna með henni.
Gentle giraffe fæst í Fífunni – http://fifa.is/products/p/ekeztyolhHl/Gentle-Giraffe
5.Lulujo bleiuklútar
Þessi bleiuklútar eru algjört ÆÐI. Þeir eru alveg ótrúlega mjúkir og verða mýkri og mýkri með hverjum þvottinum. Klútarnir eru úr tvöföldu lagi af bómul og eru líka til með bambus en þeir eru alveg lungamjúkir. Ég nota þessa klúta alveg rosalega mikið við brjóstagjöf og til að þurrka upp allskonar subb og gubb sem fylgir svona litlum krílum. Þessir klútar eru þeir langbestu sem ég hef prófað og núna finnst mér hefðbundnir bleiuklútar vera eins og sandpappír. Þetta er þarfaþing fyrir allar nýbakaðar mæður ! Svo skemmir ekki fyrir hvað þeir koma í fallegum litum og og munstrum.
Þessir dásamlegu klútar fást í Fífunni – http://fifa.is/products/p/gJeNgSRIDAx/Litlir-mussulin-klutar-(3)
6.Bravado Body silk seamless gjafahaldari
Þessi gjafahaldari er algjört yndi. Hann er ótrúlega þægilegur og mjúkur en veitir á sama tíma rosalega góðan stuðning. Það er mjög þægilegt að nota hann við brjóstagjöf og auðvelt að fletta skálinni niður með einni hendi sem er alveg nauðynlegt þegar maður er með svangt barn í höndunum. Þennan haldara er líka ótrúlega fínt að nota á meðgöngunni af því hann stækkar með þér þar sem hver stærð af haldaranum eru 3 skálastærðir. Eftir að barnið er hætt á brjósti fylgir með festing til að breyta honum úr gjafahaldara í venjulega brjóstahaldara. Mæli sko með því að eiga 2 svona, til að eiga til skiptanna.
Þessi flotti haldari fæst í Tvö líf – http://www.tvolif.is/product/bravado-seamless-svartur
7.Libero Touch bleiurnar
Þessar bleiur eru alveg ótrúlega mjúkar og góðar. Eftir að ég prófaði þær get ég ekki hugsað mér að nota neitt annað á mína litlu. Þessar bleiur koma úr nýrri lúxuslínu frá Libero og ég er sko alveg sammála því að þær eru algjör lúxus. Þær eru mun mýkri og betri en aðrar bleiur sem ég hef prófað, laga sig vel að litlum líkömun og ég hef aldrei lent í neinum lekavandamálum. Ég er hrikalega sátt með þessar bleiur og mun bara nota þær á mína skottu.
Libero Touch fást í Hagkaupum.
8.Swaddle teppi frá Swaddle me
Þetta er alveg bráðsniðugt teppi sem er sérstaklega gert til að vefja barnið þétt eða reifa það eins og það er kallað. Þetta veitir litlu krílunum oft mikla öryggistilfinningu og er tilgangurinn að líkja eftir því þegar barnið var að kúra í móðurkviði. Þetta teppi er með frönskum rennilásum til að auðvelda þér að reifa barnið en oft er verið að nota bleiuklúta í þetta verkefni sem getur oft verið ansi snúið og erfitt að fá klútinn til að haldast þétt um barnið. Mitt litla kríli kom 4 vikum fyrir tímann og var ponsulítil og hún svaf miklu betur þegar hún var vafin í þetta teppi. Þetta teppi er úr mjúku flísefni og ekkert mál að henda því í þvottavélina. Þetta teppi fæst því miður ekki á Íslandi en ég fékk það á www.amazon.com.
Hér er linkur inná teppið: https://www.amazon.com/Summer-Infant-Adjustable-Discontinued-Manufacturer/dp/B000TW2WY6/ref=sr_1_10_a_it?ie=UTF8&qid=1489184151&sr=8-10&keywords=swaddle+me+original
9.Babynest
Babynest er svona hreiður sem barnið getur sofið í. Það sem er svo þægilegt við þetta hreiður er að það verður svo auðvelt að færa barnið á milli staða á meðan það er sofandi. Ef það sofnar t.d. í hreiðrinu í sófanum hjá þér þá er ekkert mál að færa það upp í rúm eða vöggu án þess að vekja það. Þetta er þægilegt að kippa með sér í heimsóknir til að láta barnið sofa í. Hreiðrir passar svo ofan í vögguna, í rimlarúmið og í barnavagninn og er mjög þægilegt, sérstaklega meðan þau eru alveg pínulítil því þá er rúmið, vaggan og vagninn svo stór og opinn og hreiðrið veitir litla krílinu auka öryggistilfinningu. Hreiðrið er ætlað börnum frá fæðingu og til 5/6 mánaða aldurs. Af því mín litla skotta var svo pínulítil fannst þetta ótrúlega þægilegt fyrst til að “pakka” henni svolítið inn meðan hún lúllaði. Þetta var það sem kom mér mest á óvart hvað ég notaði mikið. Fengum þetta í fæðingargjöf uppá spítala og byrjuðum strax að nota þetta þar. Fannst svo kósý að geta skellt þessu ofaní plastvögguna á spítalanum til að gera þetta hlýlegra fyrir litlu snúlluna.
Babynest fæst hjá Petit – http://petit.is/decor/Studkantur-Babynest/babynest-orginalet-white
10.Oxo perfect pull blautklútabox
Þetta hljómar kannski alls ekki eins og eitthvað þarfaþing en þetta er ótrúlega þægilegt. Þetta er semsagt blautþurrkubox sem er hægt að opna með einni hendi og er með plötu sem þyngir boxið svo það haldist kyrrt á sínum stað. Þegar maður er með pakka með blautþurrkum er oft erfitt að ná að opna hann með einni hendi og þegar maður ætlar að draga þurrkurnar upp úr vill pakkinn oft koma með, sérstaklega þegar það er farið að minnka í pakkanum . Með þessu er þetta ekkert mál og þú bara ýtir létt á lokið og þá opnast boxið og þurrkurnar bíða eftir þér. Þetta er alveg loftþétt þegar þetta er lokað svo þurrkurnar haldast vel rakar og fínar. Þetta er því miður ekki til á Íslandi en ég keypti mitt á Amazon.com þegar ég fór til Boston. Ég fékk mér líka ferða blautþurrkubox úr sömu línu sem er ansi þægilegt.
Hér er linkur á þetta box: https://www.amazon.com/Perfect-Pull-Wipes-Dispenser-Pink/dp/B06X9CFNKH/ref=sr_1_5_a_it?ie=UTF8&qid=1489184060&sr=8-5&keywords=oxo+perfect+pull+wipes+dispenser