Mig langaði að segja ykkur frá þessum snilldar vörum sem ég prófaði bara fyrst um daginn. Hefði verið svo til í að vita af þeim mun fyrr ! Ég bara get ekki hætt að dásama þær. Love it !
Difrax er Hollenskt fyrirtæki sem hefur verið til í 50 ár eða frá árinu 1967. Þau hafa hlotið fjöldan allan af verðlaunum fyrir vörur sínar og eru vörurnar þeirra seldar um allan heim. Þau leggja mikla áherslu á gæðavörur sem bæði börn og foreldrar eru ánægð með.
Difrax S-peli
Ég eignaðist litla dömu fyrir 8 vikum síðan og hef undanfarið verið í mikilli leit að góðum pela handa henni. Hún er bæði á brjósti og pela og því var mikilvægt að pelinn væri þannig að hann virkaði samhliða brjóstagjöf en oft eru pelarnir þannig að mun auðveldara er að ná mjólkinni úr þeim heldur en brjóstinu. Fyrir sum börn er það nóg til að þau vilji bara pelann og nenni ekki að sjúga brjóstið af því það er aðeins meiri vinna. Ég hef bæði prófað pela sem eru þannig að of erfitt er að ná mjólkinni úr þeim og því virkaði hann mjög illa fyrri óþolinmóða svanga skvísu. Aðrir pelar eru alltof “lausir” og mjólkin sullast útum allt og yfirleitt fer meira af henni útfyrir heldur en ofaní maga. Ég var orðin smá úrkula vonar að ég myndi finna pela sem færi þennan gullna meðalveg þar til ég prófaði Difrax S pelann.
Þessi peli er með fullkominn stút. Hann er ekki of lítill og ekki of stór og því rennur mjólkin á góðum hraða ofan í barnið ásamt því að það þarf að hafa smá fyrir hlutunum. Hann virkar því vel bæði samhliða brjóstagjöf og einn og sér.
Sérstaða pelans fram yfir aðra pela er hið einstaka “anti-colic” lok og S-lögun pelans. Þessir eiginleikar pelans tryggja stöðugt og jafnt flæði sem kemur í veg fyrir tómarúmssog hjá barninu úr pelanum, sem kemur í veg fyrir að barnið gleypi loft þegar það drekkur. Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir hvernig þetta virkar.
Með þessu má draga úr líkunum á óþarfa magakrömpum, bakflæði og uppköstum af völdum umfram lofts sem oft er að hrjá litlu krílin fyrstu mánuðina. Mér fannst henni ganga mun betur að drekka úr þessum pela án þess að það væri að hrökkva ofan í hana, sullast eða gubbast útúr henni eins og gerðist alltaf með aðra pela.
Sérstök S-lögun pelans veldur því að mjög þægilegt er að gefa barninu úr pelanum og mér fannst maður geta stjórnað flæðinu mun betur en í hefðbundnum pela
Pelinn kemur með túttu í stærð small sem ég er að nota núna fyrir mína litlu. Einnig eru til túttur í stærð medium og large fyrir stærri börn sem ég mun skipta yfir í þegar hún stækkar. Pelarnir koma i 2 stærðum, 170ml sem ég er að nota núna og svo 250ml sem ég skipti yfir í þegar hún verður eldri.
Ég er ótrúlega ánægð með þessa pela og finnst þeir langbestu pelarnir sem ég hef prófað og þeir uppfylla allar mínar kröfur – mæli alveg 100% með þessum. Ekki skemmir fyrir hvað pelarnir koma í mörgum dásamlegum litum en við fengum okkur að sjálfsögðu sterkbleikan.
Hér er ég að gefa litlu snúllunni minni pelann sinn.
Difrax S Pelahitari
Frá þessu sama merki kemur einnig pelahitari sem er sérhannaður fyrir þessa pela. Ég var mjög spennt að prófa hann enda getur það oft verið smá vesen að ná mjólkinni í rétt hitastig fyrir barnið.
Hver kannast ekki við að vera með svangt öskrandi barn á handleggnum á meðan þú ert að reyna að hita í örbylgjunni eða undir krananum. Þetta er ýmist of heitt eða of kalt og svo er bara mjög erfitt að gera þetta allt með barnið í fanginu. Maður er stundum orðinn smá bugaður þegar pelinn er tilbúinn. Þessi pelahitari er algjör snilld. Þú bara setur mjólk í pelann, skellir honum í hitarann og ýtir á einn takka. Pelahitarinn hitar mjólkina í 37° á innan við 3 mínútum sem er fullkomið hitastig og lætur mann vita og slekkur á sér þegar mjólkin er tilbúin. Oft er ég bara að hita smá mjólk sem ábót eftir brjóstagjöf og þá er hitarinn bara kringum 30 sekúndur að hita mjólkina svo þetta tekur enga stund ! Þetta er líka snilld á nóttunni þegar maður nennir ekki fram í eldhús, þá er hægt að gera pelann tilbúinn áður en maður fer að sofa og vera með hitarann á náttborðinu og þá þarf bara að ýta á takka og bíða í smástund þegar maður gefur á nóttunni. Þetta er alveg ótrúlega þægilegt og hitarinn er mjög nettur og fyrirferðalítill sem mér fannst stór kostur þannig að ef ég er að fara eitthvað kippi ég honum oft bara með mér í skiptitöskuna.
Hér er hann einmitt á náttborðinu hjá mér ready í næturgjöfina.
Difrax Btob breast brjóstapumpa
Þessi brjóstapumpa er algjör snilld – handfrjáls og þráðlaus brjóstapumpa. Þetta vissi ég ekki að væri til !
Ég eins og svo margar aðrar nýbakaðar mæður hef þurft að notast við brjóstapumpu síðan dóttir mín fæddist. Ég notaðist við sömu pumpu og er notuð á Landspítalanum sem er bæði mjög hávær og svo þarf maður að nota báðar hendur meðan maður er að pumpa. Þetta gerir það að verkum að það er ógerlegt að pumpa og sinna barninu á sama tíma sem olli því hjá mér að ég var alltaf að rjúfa pumpunina ef litla krúttið fór að orga sem gerði þetta ferli allt meira stressandi og mun minna árangursríkt. Þessi brjóstapumpa er með skjöld sem er bara settur inn í gjafahaldarann og helst þar kyrr á meðan þú getur sinnt barninu með báðum höndum. Þá er hægt að vera fullklæddur á meðan sem mér finnst stór kostur – það er ekkert spennandi að þurfa alltaf að vera ber að ofan meðan maður pumpar sig og takmarkar mjög hvar þú getur notað pumpuna. Með þessari pumpu er hægt að vera hvar sem er meðan þú ert að pumpa þar sem þú ert fullklæddur og eins gengur hún bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum þannig að þú getur notað hana hvar sem er, án þess að þurfa rafmagn, eins og t.d í bílnum. Þessi pumpa er þannig að þú skellir bara difrax S pela í base-ið og tengir í skjöldinn og ýtir á start – þvílíkt þægilegt. Á base-inu er svo skjár þar sem þú sérð hvað þú ert búin að pumpa lengi sem er ansi hreint fínt fyrir konur í brjóstaþoku sem muna ekkert hvort þær eru búnar að pumpa í 5 mínútur eða 35 mínútur. Ég er aðallega ótrúlega fúl að hafa ekki verið að nota þessa pumpu frá fyrsta degi því það hefði verið svo mikið þægilegra fyrir mig og ég get fullyrt að ég hefði verið duglegri að pumpa ef ég hefði verið að nota þessa. Hér er ég t.d. að pumpa annað brjóstið og gefa litlu snúllu pela á meðan. Multitasking !!
Difrax natural snuð
Það geta allir sem eiga börn ímyndað sér hvað það er erfitt að eiga barn sem bara tekur ekki snuð. Því er mikilvægt að vanda valið vel þegar verið er að velja snuð fyrir nýburann til að þetta gangi sem best.
Difrax snuðin eru ekkert smá góð og mér finnst það tolla mun betur uppí munninum á litlu skottunni minni en önnur snuð.
Túttan á því er mjög lík geirvörtu sem gerir það að verkum að snuðið helst vel uppí barninu sem er vandamál þegar þessi pínulitlu kríli eru að byrja að nota snuð. Lagið á snuðinu er fiðrildalaga sem kemur í veg fyrir að efri parturinn á snuðinu fari næstum fyrir nasirnar sem mér finnst oft gerast þegar barnið er nýfætt og snuðið lítur út eins og það sé alveg nokkrum númerum of stórt. Þau koma í nokkrum stærðum og ég er að nota newborn stærðina sem mér finnst vera mjög góð stærð fyrir nýfædd börn og jafnvel fyrirbura, lítil og nett fyrir litla munna. Snuðin koma í allskonar fallegum litum og mynstrum og sum þeirra lýsa í myrkri sem er skemmtilegt þegar börnin eru orðin eldri. Ég mæli alveg klárlega með þessum snuðum.
Hér er litla skottið með sitt snuð.
Ég mæli með því fyrir alla með lítil börn að skoða þessar frábæru vörur. Þær eru búnar að gera mér lífið mun auðveldara
Sölustaði Difrax á Íslandi er hægt að sjá á facebook síðu Difrax Ísland. Það er einnig hægt að nálgast nánari upplýsingar um þessar frábæru vörur – Hér er hægt að komast inná hana : https://www.facebook.com/DifraxIsland/
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lukka ehf.